Snjóar í nótt og fyrramálið

Það mun snjóa á Fjarðarheiði í nótt. Mynd úr safni.
Það mun snjóa á Fjarðarheiði í nótt. Mynd úr safni. mbl.is/Þorgeir Baldursson

Veðurspár gera ráð fyrir því að það muni snjóa talsvert austanlands til fjalla í nótt og fyrramálið, til að mynda á Fjarðarheiði og á Fagradal. Eins á Mývatns- og Möðrudalsöræfum í fyrramálið og á Öxnadalsheiði þegar kemur fram á daginn.

Í tilkynningu frá veðurfræðingi kemur fram að á stöku stað verði skafrenningur og jafnvel kóf þegar frá líður.

Spár gera ráð fyrir talsverðri úrkomu á köflum á norðausturhluta landsins og þá er gert ráð fyrir snjókomu víða til fjalla. Hiti á landinu næsta sólarhringinn er 2 til 10 stig, hlýjast syðst.

Veðurvefur mbl.is.

mbl.is