Þingvallaurriðinn spriklar í Öxará

Þessa dagana er hrygningartímabilið við hámark í ám landsins. Á sama tíma er Öxará frekar vatnslítil og þá má sjá urriðana, sem margir eru býsna stórir, sprikla við yfirborðið.

Buslið í ánni hefur vakið athygli ferðamanna á svæðinu og fólk getur fylgst með tilburðum fiskanna í dágóða stund að sögn Einars Sæmundssen þjóðgarðsvarðar. Hrognin klekjast síðan út með vorinu en seiðin ganga niður í vatnið eftir að hafa verið í 2-4 ár í straumi árinnar.

mbl.is náði myndum af atganginum í ánni sem má sjá í myndskeiðinu.

mbl.is