Tveir bílar lentu saman á Akureyri

mbl.is/Þorgeir

Tveggja bíla árekstur varð á gatnamótum Strandgötu og Glerárgötu á Akureyri í morgun.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni ók ökumaður annarrar bifreiðarinnar yfir á rauðu ljósi með þeim afleiðingum að hún lenti í árekstri við hina bifreiðina.

Ökumaðurinn var fluttur á sjúkrahús til aðhlynningar en hann kvartaði undan verkjum.

mbl.is