„Áríðandi starfsmannafundur“ hafinn á Reykjalundi

Starfsmenn Reykjalundar á leið á fundinn.
Starfsmenn Reykjalundar á leið á fundinn. mbl.is/Þórunn

Starfsmannafundur Reykjalundar hófst klukkan 12. Áætlað er að hann taki um 30 mínútur og ljúki um kl. 12.30. Fjölmargir starfsmenn mættu á fundinn og var þungt yfir starfsmönnum.

Allir sjúklingar sem eru í starfsendurhæfingu hafa verið sendir heim í dag vegna „áriðandi  starfsmannafundar“. Ástæðan er sú að starfs­fólkið sem sinn­ir þeim seg­ist ekki geta borið ábyrgð á end­ur­hæf­ing­unni því Magnúsi Ólasyni, fram­kvæmda­stjóra lækn­inga, var sagt upp störf­um í gær. 

Sveinn Guðmunds­son stjórn­ar­formaður SÍBS hefur verið starf­andi for­stjóri Reykjalund­ar eft­ir að starfslokasamningur var gerður við Birgi Gunn­ars­son fyrrverandi forstjóra um mánaðamótin.  

mbl.is/Þórunn

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert