Blint á Öxnadalsheiði

Ljósmynd/Vegagerðin

Farið er að snjóa á hæstu fjallvegum norðaustan- og austanlands og jafnframt farið að hvessa, samkvæmt upplýsingum frá veðurfræðingi Vegagerðarinnar. 

Frá hádegi verður blint yfir Öxnadalsheiðina og fram á nótt er útlit fyrir hríð á Steingrímsfjarðarheiði. Þar eru 18-20 m/s og fremur lítið skyggni. Spáð er hviðum allt að 35 m/s á sunnanverðu Snæfellsnesi frá um klukkan 18.

mbl.is