Boeing 737 MAX 8-vélar til Spánar á morgun

Þotur Icelandair á Keflavíkurflugvelli.
Þotur Icelandair á Keflavíkurflugvelli. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Tveimur Boeing 737 MAX 8-farþegaþotum Icelandair verður flogið til Spánar í fyrramálið en áfangastaður er rétt fyrir utan Barcelona. Áður var greint frá því að fljúga átti fimm MAX 8- og einni MAX 9-þotu til Frakklands um mánaðamótin en ekkert varð úr því vegna leyfismála.

Þoturnar sex hafa staðið ónotaðar á Keflavíkurflugvelli frá því um miðjan mars sökum kyrrsetningar. 

Vélarnar verða geymdar á Spáni þar til leyfi fæst til að taka þær í notkun á ný. Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir í samtali við mbl.is að hinum fjórum þotunum verði flogið út fljótlega.

Ásdís segir að allar flugheimildir séu komnar og veðurspáin sé góð. 

Flug­menn Icelanda­ir fljúga vél­un­um til Spána og verða tveir flug­stjór­ar um borð í hverri vél og verða þeir sömu­leiðis þeir einu um borð í vél­inni. Evr­ópska flu­gör­ygg­is­stofn­un­in, EASA, set­ur ít­ar­leg skil­yrði sem Icelanda­ir þarf að upp­fylla fyr­ir fram­kvæmd flugs vél­anna, m.a. varðandi flug­hæð, flug­hraða og þjálf­un­ar­kröf­ur og reynslu viðkom­andi flug­stjóra.

mbl.is