Fjörustígurinn í notkun

Börn og fleiri heimamenn fögnuðu áfanganum með Tómasi Ellert Tómassyni …
Börn og fleiri heimamenn fögnuðu áfanganum með Tómasi Ellert Tómassyni bæjarfulltrúa, Gísla Halldóri Halldórssyni bæjarstjóra og Eyþóri Laxdal Arnalds, fyrrverandi bæjarfulltrúa í Árborg. Ljósmynd/Gunnar Páll Pálsson

Fjörustígurinn, fjögurra kílómetra langur göngu- og hjólastígur sem liggur á milli Eyrarbakka og Stokkseyrar, var formlega tekinn í notkun í gær.

Meðal viðstaddra voru Eyþór Laxdal Arnalds sem var í forystu bæjarstjórnar þegar vinna við gerð stígsins hófst og Tómas Ellert Tómasson, bæjarfulltrúi Miðflokksins í Sveitarfélaginu Árborg.

Samkvæmt upplýsingum Tómasar Ellerts var lögð mikil áhersla á gerð göngustígs á milli Eyrarbakka og Stokkseyrar við sameiningu fjögurra sveitarfélaga undir nafni Árborgar árið 1998. Eyrarbakki og Stokkseyri voru meðal sveitarfélaganna sem mynduðu Árborg auk Selfoss og Sandvíkurhrepps.

Geta notið útsýnisins

Framkvæmdir hófust á árinu 2012 og er nú lokið. Stígurinn er malbikaður þessa fjóra kílómetra á milli þorpanna.

Stígurinn er ætlaður gangandi og hjólandi umferð og er samkvæmt upplýsingum Tómasar mikil bót á samgöngum á milli þorpanna ásamt því að vera góður útivistarkostur því hægt er að njóta náttúrunnar og góðs útsýnis við ströndina.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »