Flæddi upp úr niðurföllum og brunnum

mbl.is/Sigurður Ægisson

Flætt hefur upp um niðurföll og brunna á sumum stöðum á Siglufirði í kjölfar töluverðrar rigningar í hvassri norðanátt frá því um miðjan dag og fram á kvöld.

Verst er ástandið á mörkum Túngötu og Þormóðsgötu en einnig er það slæmt á mörkum Eyrarflatar og Langeyrarvegar að því er segir á vefnum Siglfirðingur.is sem haldið er úti af sr. Sigurði Ægissyni sóknarpresti og fréttaritara Morgunblaðsins.

mbl.is/Sigurður Ægisson

Þar segir að slökkvilið Fjallabyggðar hafi verið að aðstoða við dælingu en vatn flæddi í nokkra kjallara. Þá hafa björgunarsveitir verið kallaðar út.

Dregið hefur úr úrkomunni í kvöld.

mbl.is/Sigurður Ægisson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert