Mynd frá liðnum öldum kom í ljós

MótmæliMargir mótmæltu því að hótel yrði byggt í Víkurgarði. Fornleifarannsókn ...
MótmæliMargir mótmæltu því að hótel yrði byggt í Víkurgarði. Fornleifarannsókn var gerð á svæðinu og nú liggur áfangaskýrsla um hana fyrir. Stefnt er að því að birta lokaniðurstöður rannsóknanna í riti í lok ársins 2021. mbl.is/​Hari

Vettvangsrannsóknin á Landssímareitnum í miðbæ Reykjavíkur sem fram fór 2016-2018 leiddi í ljós mannvist og mannvirki allt frá fyrstu tíð Íslandsbyggðar til okkar daga.

Þetta kemur fram í lokaorðum áfangaskýrslu sem Vala Garðarsdóttir, fornleifafræðingur og stjórnandi rannsóknarinnar, hefur sent Minjastofnun. Úrvinnslu er ekki lokið og munu ítarlegri niðurstöður, greiningar og túlkanir birtast í lokaskýrslu. Stefnt er að því að birta lokaniðurstöður í riti í lok ársins 2021.

Í inngangi segir að uppgröfturinn hafi verið að mörgu leyti óhefðbundinn og miklar tafir orðið vegna ófyrirséðra þátta. Mikil umræða skapaðist um rannsóknina í fjölmiðlum á þessum tíma. Verkið náði yfir tæplega þriggja ára tímabil og störfuðu tólf manns við uppgröftinn.

Landssímareiturinn er alls tæplega 2.000 fermetrar að flatarmáli og voru grafnir upp um 2.600 rúmmetrar. Þar eð um þéttbýlisuppgröft var að ræða var grafið á afmörkuðu svæði og var grafið niður á náttúruleg jarðlög þar sem enga mannvist var lengur að finna, það er niður á forsöguleg jarðlög.

Þarna fundust mannvistarlög, garðlög, torfveggir frá landnámi, eldstæði og hleðslur frá miðöldum, leifar af mannvirki frá tímum Innréttinganna á 18. öld, brotakenndar leifar af húsum Schierbecks landlæknis en umfangsmestar voru leifar af kirkjugarðinum Víkurgarði. Ætla má að jarðneskar leifar þrjátíu kynslóða Reykvíkinga hvíli í garðinum, að því er fram kemur í umfjöllun um skýrsluna í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »