Myndrænn selur vakti lukku á Pollinum

Selurinn kippti sér lítið upp við myndatökur, ætli hann sé …
Selurinn kippti sér lítið upp við myndatökur, ætli hann sé þaulvanur þeim? mbl.is/Þorgeir

Selur sem hafði komið sér vel fyrir á steini við Leiruveg skammt frá Akureyrarflugvelli í gær vakti mikla athygli þeirra sem áttu leið hjá. 

Leiða má líkur að því að selskrúttið sé alvön fyrirsæta en hann kippti sér lítið upp við fjölda ferðamanna sem flykktust að honum og mynduðu í gríð og erg. Fréttaritari Morgunblaðsins og mbl.is. var einnig á staðnum og náði nokkrum myndum sem myndu sóma sér vel í portfolio-möppu selsins. 

Athygli vakti hversu nálægt veginum selurinn hafði komið sér fyrir, en það verður að teljast óvenjulegt, sérstaklega á þessum árstíma.

Selurinn kom sér fyrir á steini við Leiruveg, rétt hjá …
Selurinn kom sér fyrir á steini við Leiruveg, rétt hjá Akureyrarflugvelli, þar sem hann gat fylgst með ferðamönnum og flugumferð. mbl.is/Þorgeir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert