Nýir slökkvibílar til þjónustu reiðubúnir

Glæsilegur floti.
Glæsilegur floti. Ljósmynd/SHS

Fjórir nýir slökkvibílar hafa bæst við bílaflota Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins (SHS). Þeir komu til landsins í vikunni og verða teknir í notkun á næstu vikum.

SHS segir að veruleg þörf hafi verið orðin fyrir endurnýjun bílaflotans en nýju bílarnir eru mun betur útbúnir hvað tækni og búnað varðar.

SHS segir að veruleg þörf hafi verið orðin fyrir endurnýjun …
SHS segir að veruleg þörf hafi verið orðin fyrir endurnýjun bílaflotans. Ljósmynd/SHS

„Sem dæmi eru þeir með rafknúinn klippubúnað til að nota við umferðarslys, froðukerfi fyrir eldsvoða og háþrýstibúnað með skurðarmöguleika (Cobra).

Nýju bílarnir munu taka við sem fyrsta útkallstæki á öllum stöðvum slökkviliðsins og elstu bílarnir verða þá teknir úr þjónustu. Nú tekur við þjálfun allra slökkviliðsmanna liðsins í notkun á búnaði bílanna,“ segir í tilkynningu frá slökkviliðinu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert