Ófær um að stjórna ökutæki

mbl.is/Eggert

Ökumaður sem var talinn ófær um að stjórna ökutækni vegna notkunar örvandi eða deyfandi lyfja, jafnvel hvorra tveggja, varð valdur að umferðaróhappi á höfuðborgarsvæðinu, að því er fram kemur í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Hvorki kemur fram hvenær né hvar þetta átti sér stað en dagbókin nær yfir tímabilið frá klukkan 17 í gær til klukkan 5 í morgun.

Fimm ökumenn voru stöðvaðir vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna eða áfengis. Einn þeirra var með lítilræði af fíkniefnum á sér. Allir voru látnir lausir að lokinni blóðprufu.

Ein minni háttar líkamsárás var tilkynnt til lögreglu og eitt innbrot. Eins var gerð tilraun til íkveikju en engar skemmdir urðu, segir enn fremur í dagbók lögreglunnar.

 

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert