Skattur dregur ekki úr urðun

Á urðunarstað Sorpu í Álfsnesi.
Á urðunarstað Sorpu í Álfsnesi. mbl.is/Þorkell Þorkelsson

Sorpa leggst alfarið gegn hugmyndum um að leggja á urðunarskatt. Telur Sorpa augljóst að tilgangur hugmynda um þennan skatt sé ekki verndun umhverfisins eða aukning í endurvinnslu eða endurnotkun.

Tilgangurinn virðist ekki heldur vera að minnka úrgang því urðunarskattur sé lélegt stjórntæki til þess.

Í umsögn Sorpu um frumvarp um breytingar á ýmsum lögum vegna fjárlaga næsta árs er undirbúningur málsins gagnrýndur harðlega. Skattinn er fyrirhugað að leggja á um áramót og segir Sorpa að lítill tími gefist til undirbúnings eða viðbragða og talið að jafnvel mætti kalla framkvæmdina eignaupptöku.

Þrefalt hærra gjald en í Evrópu

Rakið er hvernig staðið er að málum í Evrópu. Urðunarskattur er ekki lagður á í öllum ríkjum Evrópu. Reiknast Sorpu til að meðaltal urðunarskatts þar sem hann er lagður á sé 4,93 krónur á kíló en 4,38 krónur ef allra hæsti skatturinn er undanskilinn. Hér er áformað að urðunarskattur verði 15 krónur á kíló. „Verði sá skattur lagður á þýðir það 62% hækkun á urðunargjaldi hjá Sorpu. Því gjaldi verður ekki mætt öðruvísi en með hækkun gjaldskrár sem þá bæði íbúar og fyrirtæki þurfa að greiða,“ segir í umsögninni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »