Slapp ótrúlega vel

Sjúkrahúsið á Akureyri.
Sjúkrahúsið á Akureyri. mbl.is/Jón Pétur

Ekið var á gangandi vegfaranda á mótum Glerárgötu og Strandgötu á Akureyri um áttaleytið í gærkvöldi. Að sögn lögreglu slapp unglingurinn ótrúlega vel, fékk skurð á höfuðið og bólgið hné en er óbrotinn.

Óhappið er í rannsókn lögreglu og þykir mesta mildi að ekki fór verr en bifreiðin var á lítilli ferð. 

mbl.is