Thomas Møller Olsen fluttur til Danmerkur

Thomas Møller Olsen.
Thomas Møller Olsen. mbl.is/Árni Sæberg

Thomas Møller Olsen, sem dæmdur var í 19 ára fangelsi fyrir morðið á Birnu Brjánsdóttur, hefur verið fluttur til Danmerkur þar sem hann mun afplána það sem eftir stendur af dómnum. Fréttavefur Ríkisútvarpsins greinir frá þessu.

Fram kemur í fréttinni að Olsen hafi verið fluttur úr landi á fimmtudaginn fyrir viku en hann óskaði sjálfur eftir því að fá að afplána dóminn í Danmörku. Leyfi kom frá Danmörku á þriðjudaginn í síðustu viku. Situr hann nú í Vestre-fangelsinu í Kaupmannahöfn.

mbl.is