Vann fimm milljónir króna

Heppinn miðaeigandi vann fimm milljónir króna í októberútdrætti Happdrættis Háskólans en dregið var í happdrættinu í kvöld.

Sjö miðaeigendur fengu eina milljón króna í sinn hlut og þrettán fengu hálfa milljón króna hver að því er segir í fréttatilkynningu.

Samtals skiptu vinningshafar kvöldsins 105 milljónum með sér í útdrætti kvöldsins.

mbl.is