Vilja falla frá áformum um Teigsskógarleið

Í Teigsskógi.
Í Teigsskógi. mbl.is/Helgi Bjarnason

Tveir af þremur fulltrúum í skipulagsnefnd Reykhólahrepps leggja til við sveitarstjórn að fallið verði frá því að setja Teigsskógarleið á aðalskipulag hreppsins, eins og unnið hefur verið að.

Þess í stað verði farin leið sem tengi Reykhólaþorpið við Vestfjarðaveg. Fulltrúarnir halda sig við fyrri afstöðu en þeir urðu undir þegar meirihluti sveitarstjórnar ákvað að fara Teigsskógarleiðina.

Afgreiða á skipulagstillöguna í sveitarstjórn í næstu viku. Verði hún samþykkt getur Vegagerðin sótt um framkvæmdaleyfi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert