124 milljónir komu á miða á Íslandi

AFP

Fyrsti vinningur EuroJackpot-lottósins upp á rúma 4 milljarða króna gekk ekki út í kvöld en það gerði hins vegar annar vinningur kvöldsins.

Tveir skipta honum með sér en vinningsmiðarnir voru keyptir annars vegar í Ungverjalandi og hins vegar hér á Íslandi. Fær hvort vinningshafi í sinn hlut rúmar 124 milljónir króna.

Þriðji vinningur gekk einnig út og skipta fimm honum með sér. Fær hver í sinn hlut rúmar 34 milljónir króna. Fjórir vinningsmiðanna voru keyptir í Þýskalandi og einn á Spáni.

Tölur kvöldsins voru 8, 12, 13, 39 og 44. Stjörnutölurnar voru 4 og 9.

mbl.is