16.500 færri laxar í sumar

Selá er fjórða aflahæst.
Selá er fjórða aflahæst.

Heildarveiði stangaveiddra laxa er 28.800 fiskar í ár, samkvæmt bráðabirgðatölum Hafrannsóknastofnunar. Er það 16.500 löxum, eða ríflega þriðjungi, minna en á árinu 2018.

Er þetta sjöunda minnsta veiði sem skráð hefur verið frá árinu 1974. Ekki hafa komið færri laxar á land frá aldamótum, að því er segir í Morgunblaðinu í dag.

Laxveiðitímabilinu er lokið í flestum ám landsins og lokatölur liggja fyrir. Enn er þó veitt í ám þar sem uppistaðan í veiðinni er lax úr sleppingum gönguseiða, svo sem Rangánum.

Þess ber að geta að í tölum um heildarveiði eru taldir laxar sem upprunnir eru úr sleppingum gönguseiða og þeir laxar sem sleppt er eftir veiði, auk villtra laxa sem landað er.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert