Brottför Búlandstinds tefst

Búlandstindur er enn á flugbrautinni á Keflavíkurflugvelli en til stóð …
Búlandstindur er enn á flugbrautinni á Keflavíkurflugvelli en til stóð að hún færi í loftið rétt eftir klukkan níu í morgun. Smávægileg tæknileg vandamál komu upp í vélinni og verið er að yfirfara hana. mbl.is/Hari

Seinni Boeing 737 MAX-8 farþegaþotan, sem fljúga á ferjuflugi til Spánar í dag, er ekki enn farin í loftið. 

Fyrri þotan, Mývatn, fór í loftið rétt eftir klukkan níu og til stóð að sú seinni, Búlandstindur, færi í loftið um stundarfjórðungi síðar. 

Samkvæmt upplýsingum frá Ásdísi Ýr Pétursdóttur, upplýsingafulltrúa Icelandair, komu upp smávægileg tæknileg vandamál. Verið er að yfirfara vélina og segir Ásdís að verið sé að fylgja öllum öryggisstöðlum. 

Þá verður það að teljast eðlilegt að tæknivandamál geti komið upp þar sem þotan hefur staðið hreyfingarlaus í um sjö mánuði, eða frá því allar 737 MAX-þotur voru kyrrsettar í kjölfar tveggja mannskæðra flugslysa.

Ásdís gat ekki sagt til um hversu mikil töfin verður. 

Uppfært klukkan 14:25

Brottför Búlandstinds tafðist um tæpar þrjár klukkustundir en þotan fór á loft skömmu fyrir hádegi. 

Allt gekk samkvæmt áætlun í flugtaki fyrri MAX-þotunnar en sú …
Allt gekk samkvæmt áætlun í flugtaki fyrri MAX-þotunnar en sú seinni er enn í Keflavík. mbl.is/Hari
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert