Gamall íslenskur Fokker eyðilagðist

Ein af Fokker-flugvélum Flugfélags Íslands.
Ein af Fokker-flugvélum Flugfélags Íslands. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Farþegaflugvél af gerðinni Fokker 50, sem Flugfélag Íslands gerði út hér á landi um árabil, eyðilagðist í óhappi í Kenía í dag þegar hún rann út af flugbraut.

Flugvélin er ein af fjórum vélum af þessari gerð sem Flugfélag Íslands notaði.  Flugvélin, sem hét Sigdís þegar hún flaug hér á landi, var í innanlandsflugi fyrir keníska flugfélagið Silverstone Air Service.

Flugvélin var á leið frá Naírobí, höfuðborgar Kenía, til borgarinnar Mombasa þegar hún sveigði út af brautinni og fór í gegnum nokkur tré áður en hún staðnæmdist í moldarjarðvegi.

Vefsíðan Allt um flug fjallar um málið.

mbl.is