Guðrún í óvissuferð á hundrað ára afmælinu

Guðrún Helgadóttir og Ólafur Árnason, bróðursonur hennar, eiga afmæli 10. …
Guðrún Helgadóttir og Ólafur Árnason, bróðursonur hennar, eiga afmæli 10. október.

Afmæli er gjarnan tilefni til uppákomu en ekki er víst að margir 100 ára fari í óvissuferð með gistingu eins og Guðrún Helgadóttir gerði í gær, á 100 ára afmælisdeginum.

„Ég má ekki vera að því að tala lengi við þig því börnin fara að koma að ná í mig,“ sagði hún í gærmorgun. „Ég er kvölddrollari og sef því út á morgnana.“

Afmælisbarn gærdagsins er fljótt að ná áttum og hún er skýr í hugsun. „Ég hef það eins gott og gömul kona getur haft það, er við góða heilsu og á yndislega fjölskyldu.“ Er með hugann við ferðina en segist annars ekki vera mikið á ferðinni. „Ég fer eitthvað þegar börnin sækja mig en annars geng ég bara úti á stétt með grindina mína. Sumarið í sumar var yndislegt og ég get enn setið úti. Ég man síðast eftir svona góðri tíð 1939, þá var sumarið svona og haustið var sérstaklega gott.“

Sjá samtal við Guðrúnu í heild í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert