Fimm alvarlega slösuð eftir slys á Snæfellsnesi

Slysið átti sér stað á Snæfellsvegi, nærri bænum Gröf við …
Slysið átti sér stað á Snæfellsvegi, nærri bænum Gröf við Kleifá á Snæfellnesi. Ljósmynd/Aðsend

Alvarlegt umferðarslys varð á sunnanverðu Snæfellsnesi á öðrum tímanum í dag, nánar tiltekið á Snæfellsvegi nærri bænum Gröf við Kleifá. Tvær þyrlur frá Landhelgisgæslunni hafa verið kallaðar út.

Einn bíll fór út af veginum og voru fimm manns í honum. Öll eru þau mikið slösuð,  samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu.

Ásgeir Erlendsson upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar segir í samtali við mbl.is að TF-EIR sé komin á slysstað, en með í för eru tveir bráðatæknar frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu. TF-GRO tók á loft frá Reykjavík um kl. 13:50 og stefndi á slysstað. Þar var mannskapur frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins sömuleiðis með í för.

Þyrlurnar báðar lentar í Reykjavík

Fyrri þyrla Landhelgisgæslunnar lenti með þrjá sjúklinga á Landspítalanum í Fossvogi um laust fyrir kl. 14:40. Sú seinni lenti um kl. 14:50 með einn sjúkling.

Ásgeir Erlendsson upplýsingafulltrúi Gæslunnar segir að hann geri ráð fyrir því að fimmti sjúklingurinn hafi verið fluttur til Reykjavíkur með sjúkrabíl.

Slysið átti sér stað nærri bænum Gröf við Kleifá á …
Slysið átti sér stað nærri bænum Gröf við Kleifá á sunnanverðu Snæfellsnesi. Kort/map.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert