Hættulegar yfirlýsingar

Anton V. Vasiliev, sendiherra Rússa á Íslandi
Anton V. Vasiliev, sendiherra Rússa á Íslandi mbl.is/RAX

„Mín skoðun er sú að yfirlýsing utanríkisráðherra Bandaríkjanna í Rovaniemi í maí síðastliðnum og í framhaldinu ákall Johns Boltons, fyrrverandi öryggisráðgjafa, þess efnis að endurskipuleggja þurfi sambandið á norðurslóðum með það fyrir augum að Atlantshafsbandalagið þurfi að standa af sér og berjast gegn „ágangi og metnaði“ Rússa og Kínverja endurspegli ekki veruleikann og séu í reynd hættulegar.“

Þetta segir Anton V. Vasiliev, sendiherra Rússa á Íslandi, í viðtali í norðurslóðablaði Morgunblaðsins, Björgum heiminum.

Hann segir þessar yfirlýsingar stangast á við allt sem Norðurskautsráðið stendur fyrir og von hans er sú að norðurslóðaríkin, þar með talin Bandaríkin sjálf, beri gæfu til að skilja að það þjóni þeirra eigin hagsmunum að starfa í samræmi við alþjóðalög og þann góða samstarfsanda sem ríki á norðurslóðum.

„Það væri synd og skömm að snúa aftur til þess hugsunarháttar sem ríkti í kalda stríðinu.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert