Nýr forstjóri tekur við Reykjalundi

Boðað hefur verið til nýs starfsmannafundar á Reykjalundi eftir helgi.
Boðað hefur verið til nýs starfsmannafundar á Reykjalundi eftir helgi.

Starfsemi Reykjalundar var með eðlilegum hætti í gær eftir truflum sem varð í fyrradag vegna óvissu sem kom upp eftir uppsögn framkvæmdastjóra lækninga og starfslok forstjóra.

Starfsfólkið sagði í yfirlýsingu í gær að því þætti miður að ástandið hefði bitnað á skjólstæðingum og valdið þeim vanlíðan. Sveinn Guðmundsson, stjórnarformaður SÍBS og starfandi forstjóri Reykjalundar, sagði ljóst að starfsfólk ætlaði að setja skjólstæðinga sína í fyrsta sæti.

Sveinn tilkynnti starfsfólki það í gær að hann myndi víkja sem forstjóri og settur yrði annar forstjóri þar til nýr forstjóri tæki við. Staðan verður auglýst. Þá er ráðningarferli framkvæmdastjóra lækninga í vinnslu. Starfsmannafundur verður á þriðjudag, að því er fram kemur í umfjöllun um ástandið á Reykjalundi í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »