Rafmagn fór af uppsveitum Árnessýslu

Vegna útleysingar í Reykholti fór rafmagn af uppsveitum Árnessýslu rétt fyrir klukkan sjö í kvöld. Var rafmagnslaust í tæpa klukkustund samkvæmt frétt Ríkisútvarpsins.

Högg kom á línu Landsnets milli Selfoss og Hellu samkvæmt upplýsingum frá RARIK og við það sló út. Málið er komið í farveg en allir ættu að vera komnir með rafmagn.

mbl.is