Sporðurinn styttist

Nemendur í 7. bekk Hvolsskóla hafa farið að jöklinum undanfarin …
Nemendur í 7. bekk Hvolsskóla hafa farið að jöklinum undanfarin tíu ár og mælt hopið. Ljósmynd/Jón Stefánsson

Sporður Sólheimajökuls hafði hopað um 11 metra frá í fyrra þegar nemendur 7. bekkjar Hvolsskóla mældu jökuljaðarinn 8. október. Þetta var tíunda árið í röð sem nemendur í 7. bekk mældu jökulinn. Mælingarnar hófust í október árið 2010 og hefur alltaf verið farið í október.

Jón Stefánsson, kennari við Hvolsskóla, er upphafsmaður að því að virkja nemendurna til jöklamælinga. Hann fékk nýverið Náttúruviðurkenningu Sigríðar í Brattholti fyrir að nýta nærumhverfi nemenda sinna til kennslu, rannsókna og upplifunar.

„Það er mjög misjafnt eftir árum hve mikið hop mælist,“ sagði Jón. Hann sagði að sporðurinn hefði hopað að meðalali um tæpa 40 metra á ári í þessi tíu ár. „Stundum brotna stykki frá og þá kemur stór mæling og getur verið rúmlega 100 metra hop. Það hefur gerst tvisvar frá því að við byrjuðum að mæla. Önnur ár er bara bráðnun og þá hopar hann minna. Við höfum mælt minnst átta metra hop milli ára. Þá var lítil bráðnun og ekkert brot. Jökulsporðurinn hefur bráðnað og mikið þynnst í sumar. Það er mikið sprungið rétt við sporðinn og ég á von á að bráðum brotni stór stykki af,“ segir Jón í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »