Skúrir um landið vestanvert

Úrkomuspá kl. 15 í dag. Bjart verður um norðan og …
Úrkomuspá kl. 15 í dag. Bjart verður um norðan og austanvert landið, en skúrir um landið vestanvert. Kort/Veðurstofa Íslands

Skúrir verða á vestanverðu landinu í dag og þar verður vindur 8-13 metrar á sekúndu. Hægari vindur og þurrt að mestu í öðrum landshlutum og bjartviðri norðan- og norðaustanlands.

Hiti verður á bilinu 2-8 stig í dag, en búast má við næturfrosti norðan- og austanlands, samkvæmt spá Veðurstofu Íslands.

Vindur fer vaxandi í nótt og á morgun verður suðaustan- og austanátt, víða á bilinu 8-15 m/s, hvassast sunnan til. Þurrt verður að kalla á Norður- og Vesturlandi, en rigning á köflum annars staðar.

Veðurhorfur næstu daga:

Á þriðjudag:
Austan 10-18, en 18-23 með suðurströndinni. Þurrt að mestu um landið norðan- og vestanvert, en rigning sunnan- og austanlands. Hiti 5 til 10 stig.

Á miðvikudag:
Minnkandi austlæg átt og víða bjartviðri, en dálítil rigning á Suðausturlandi og Austfjörðum. Kólnar í veðri.

Á fimmtudag og föstudag:
Norðaustlæg átt. Skýjað og úrkomulítið, en léttskýjað á Suður- og Vesturlandi. Hiti 1 til 6 stig yfir daginn, en allvíða frost að næturlagi.

Á laugardag:
Fremur hæg breytileg átt og fremur svalt í veðri. Skýjað með köflum og sums staðar skúrir eða slydduél.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert