Slysið á Snæfellsnesi var banaslys

Einn farþegi hefur verið úrskurðaður látinn, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni …
Einn farþegi hefur verið úrskurðaður látinn, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Vesturlandi. mbl.is

Einn þeirra fimm sem slösuðust í umferðarslysi á Snæfellsvegi á sunnanverðu Snæfellsnesi í gær hefur verið úrskurðaður látinn. Sá látni var farþegi í bílnum. Lögreglan á Vesturlandi greinir frá þessu, en hún vinnur að rannsókn á tildrögum slyssins.

Slysið átti sér stað á öðrum tímanum í gærdag. Fimm erlendir ferðamenn voru um borð í einum bíl sem fór út af veginum og valt nokkrar veltur.

Tveir voru taldir alvarlega slasaðir eftir slysið, samkvæmt upplýsingum sem fengust frá lögreglu í gær. Fólkið var flutt með þyrl­um og sjúkra­bif­reiðum af slysstað.

mbl.is