Framanákeyrslum fjölgar

mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Flestar framanákeyrslurnar verða við góðar aðstæður en það er talið styðja þá tilgátu að ökumenn leyfi sér mögulega glæfralegri aksturshegðun þegar aðstæður eru góðar.

Jafnframt eru meiri líkur á að umferð sé meiri á þeim tíma en það eykur líkur á árekstrum. Þetta er meðal niðurstaðna í meistaraprófsritgerð Rakelar Töru Þórarinsdóttur við verkfræði- og náttúruvísindasvið Háskóla Íslands.

Rannsóknir hennar sýna að framanákeyrslum bíla sem koma hvor á móti öðrum fjölgaði á milli áranna 2014 og 2018 og einnig alvarlega slösuðum. Rakel tekur þó fram að aukningin sé ekki jafn mikil þegar litið er til fjölgunar bíla og fólks í umferðinni, bæði innlendra og erlendra ferðamanna.

Töluvert um vanskráningu

Í ljós kom við rannsókn Rakelar að töluvert er um vanskráningu í gagnasafninu sem hún fékk afnot af. Það geti skekkt niðurstöður athugunar sem þessarar. Með bættri og ítarlegri skráningu væri hægt að ná fram skýrari mynd af aðstæðum og orsökum framanákeyrslna sem gæti nýst við ákvarðanir um vegaframkvæmdir, bætt umferðaröryggi og stefnumótun í framtíðinni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert