Slasaður eftir bílveltu á Reykjanesbraut

Bílveltan varð við afleggjarann við Straumsvík.
Bílveltan varð við afleggjarann við Straumsvík. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Einn var fluttur slasaður á slysadeild eftir bílaveltu við afleggjarann við Straumsvík á Reykjanesbraut skömmu fyrir klukkan tíu í morgun. Allt tiltækt lið lögreglu og sjúkraflutningsfólks var kallað á vettvang.

Að sögn Skúla Jónssonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns á höfuðborgarsvæðinu, var tæplega fertugur karlmaður fluttur til aðhlynningar á spítala.

Lögreglumenn eru að ljúka störfum á vettvangi. Ekki er hægt að segja til um hversu alvarlega maðurinn slasaðist.

mbl.is