Slökkviliðið kallað út í Viðey

Viðeyjarstofa.
Viðeyjarstofa. mbl.is/Árni Sæberg

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins fór út í Viðey í nótt eftir að viðvörunarkerfi Viðeyjarstofu fór í gang. Að sögn varðstjóra reyndist vera um bilun að ræða í kerfinu og það því endurræst. 

Þetta er annað skiptið á örfáum dögum sem slökkviliðið þarf að fara út í Viðey en í síðustu viku hafði vatnsslökkvikerfi farið af stað í kirkjunni þar.

mbl.is