„Meiri eyðsla á hvern haus“

Nú stendur yfir mikil uppbygging við Gullfosskaffi þar sem um 3-5 þúsund ferðamenn staldra við á degi hverjum. Verið er að styrkja innviði rekstursins til að geta þjónustað ferðamenn betur. Reksturinn er í eigu þeirra Svavars Njarðarsonar og Elvu Bjarkar Magnúsdóttur og Svavar segir að breyting á samsetningu ferðamanna hafi dregið úr áhrifum fækkunar og hver ferðamaður eyði þess í stað meiri fjármunum.

Hann segist hafa óttast að Bandaríkjamönnum myndi fækka í kjölfar þess að WOW Air lagði upp laupana en að tilfinningin sé ekki sú að þeim hafi fækkað. Í það minnsta sem komi til að skoða Gullfoss. „Indverjar eru að bætast inn sem nýr hópur sem er mjög skemmtilegt. Svona nýr markaður,“ segir Svavar í samtali við mbl.is. Hinsvegar fari lítið fyrir Þjóðverjum og Norðurlandabúum.

Í myndskeiðinu er rætt við Svavar um reksturinn og uppbygginguna við Gullfoss.

mbl.is