Ólafur Þór er nýr framkvæmdastjóri lækninga

Fámennt var á starfsmannafundi Reykjalundar í dag.
Fámennt var á starfsmannafundi Reykjalundar í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Nýr framkvæmdastjóri lækninga á Reykjalundi er Ólafur Þór Ævarsson læknir. Stöðunefnd embættis landlæknis hefur metið Ólaf hæfan til starfsins. Herdís Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri endurhæfingarsviðs, er settur forstjóri Reykjalundar á meðan auglýst er eftir nýjum forstjóra. Hún sinnir sínu fyrra starfi samhliða forstjórastarfinu til að byrja með. Þetta kemur fram í tilkynningu. 

Ólafur Þór Ævarsson er nýr framkvæmdastjóri lækninga á Reykjalundi.
Ólafur Þór Ævarsson er nýr framkvæmdastjóri lækninga á Reykjalundi. Ljósmynd/Aðsend

Þetta var tilkynnt á starfsmannafundi sem haldinn var í hádeginu á Reykjalundi í dag. Fámennt var á fundinum og salurinn nánast tómur. Annað var upp á tengingnum á föstudaginn í síðustu viku. Sveinn Guðmundsson, formaður SÍBS, er ekki lengur starfandi forstjóri Reykjalundar heldur sem fyrr segir Herdís þar til ráðið verður í stöðuna.  

„Fréttir um starfslokin sköpuðu mikla reiði og sorg meðal starfsmanna Reykjalundar í ljósi langs starfsaldurs og mikilsverðs framlags þessara tveggja einstaklinga til starfseminnar í gegnum árin. Ljóst er að betur hefði mátt takast til við þær aðgerðir og með því koma í veg fyrir þann óróa sem þær sköpuðu. Stjórn SÍBS vill nota þetta tækifæri og biðja hlutaðeigandi velvirðingar á því hvernig málin þróuðust.“ Þetta segir í tilkynningu. Enn fremur mun stjórn SÍBS leitast við að draga lærdóm af málinu og taka tillit til þeirra ábendinga sem komið hafa fram í tengslum við það. 

Ólafur Þór tekur jafnframt við sæti í framkvæmdastjórn Reykjalundar. Hana skipa Guðbjörg Gunnarsdóttir mannauðsstjóri, Lára M. Sigurðardóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar, Ólafur Þór Ævarsson, framkvæmdastjóri lækninga, Herdís Gunnarsdóttir forstjóri, Helgi Kristjónsson, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs.

Herdís Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri endurhæfingarsviðs, er settur forstjóri Reykjalundar.
Herdís Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri endurhæfingarsviðs, er settur forstjóri Reykjalundar. Ljósmynd/Aðsend
Frá starfsmannafundi Reykjalundar í hádeginu í dag.
Frá starfsmannafundi Reykjalundar í hádeginu í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Frá vinstri: Guðbjörg Gunnarsdóttir mannauðsstjóri, Lára M. Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar, …
Frá vinstri: Guðbjörg Gunnarsdóttir mannauðsstjóri, Lára M. Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar, Ólafur Þór Ævarsson, framkvæmdastjóri lækninga, Herdís Gunnarsdóttir forstjóri, Helgi Kristjónsson, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert