Stöðvaður tvisvar af lögreglu á þremur klukkutímum

Lögregla stöðvaði sama ökumann tvisvar sinnum í gærkvöldi sökum aksturs …
Lögregla stöðvaði sama ökumann tvisvar sinnum í gærkvöldi sökum aksturs undir áhrifum fíkniefna. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Nóttin var með rólegra móti hjá lögreglu sem hafði fyrst og fremst afskipti af ökumönnum sem grunaðir eru um akstur undir áhrifum áfengis og fíkniefna. 

Á níunda tímanum í gærkvöldi hafði lögregla afskipti af ökumanni sem reyndist vera á ótryggðri bifreið og voru skráningarnúmer klippt af. Fram kemur í dagbók lögreglu að ítrekuð afskipti hafi verið höfð af sama ökumanni sem ekur um á nokkrum ótryggðum bifreiðum sem hann er skráður fyrir. 

Á ellefta tímanum í gærkvöldi stöðvaði lögregla ökumann í austurborginni. Ökumaðurinn reyndi að  villa á sér heimildir og gaf aðspurður upp rangt nafn. Hann er grunaður um akstur bifreiðar undir áhrifum fíkniefna og ítrekuð afskipti þar sem ökumaðurinn er sviptur ökuréttindum. Í ljós kom að lögregla hafði stöðvað ökumanninn í öðru hverfi um þremur klukkustundum áður. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert