Tilkynnt um ráðningu tveggja nýrra stjórnenda

Starfsmannafundur verður í dag á Reykjalundi þar sem greint verður …
Starfsmannafundur verður í dag á Reykjalundi þar sem greint verður frá ráðningu nýs framkvæmdastjóra lækninga sem og nýs framkvæmdastjóra þar til annar verður ráðinn. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Tilkynnt verður um ráðningu nýs framkvæmdastjóra lækninga á Reykjalundi á fundi sem boðaður hefur verið með starfsfólki í hádeginuí dag. Jafnframt verður sagt frá ráðningu forstjóra sem stýra mun starfsemi Reykjalundar þar til nýr forstjóri hefur verið ráðinn en staðan verður auglýst á næstunni.

Sveinn Guðmundsson, formaður stjórnar SÍBS sem nú er starfandi forstjóri, treystir þessum nýju stjórnendum til að gera vel við þær aðstæður sem skapast hafa á Reykjalundi. Hann sagði að trúnaður ríkti um nöfn nýju stjórnendanna þar til á morgun.

Hluti af starfsemi Reykjalundar lagðist af á fimmtudag og sjúklingum í endurhæfingu var vísað frá vegna óánægju og óöryggis starfsfólks vegna uppsagnar fyrrverandi framkvæmdastjóra lækninga og starfslokasamnings sem gerður var við fyrrverandi forstjóra.

Sveinn á ekki von á öðru en starfsemi Reykjalundar verði með eðlilegum hætti í dag. „Við biðluðum til starfsfólks að gera það enda verðum við að halda áfram okkar góða starfi sem við höfum haft í 75 ár á þessum stað,“ segir Sveinn. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert