Vill seinka upphafi skóladags

Börn eiga eriðar með að vakna þegar skammdegið gengur í …
Börn eiga eriðar með að vakna þegar skammdegið gengur í garð. mbl.is/Jim Smart

Flokkur fólksins mun á fundi borgarstjórnar í dag leggja fram tillögu þess efnis að skóla- og frístundasvið eigi samtal við skólastjórnendur í Reykjavík með það að markmiði að kanna hvort fleiri skólar séu tilbúnir til að seinka skólabyrjun og hefja kennslu klukkan níu í stað átta.

Í greinargerð er m.a. bent á að börn eigi erfitt með að vakna snemma dags, einkum þegar myrkur er úti.

„Með því að hefja skólastarf kl. 9:00 gefst kennurum tækifæri áður en kennsla hefst til að sinna t.d. undirbúningsvinnu eða foreldrasamskiptum sem þeir ella þyrftu að sinna í lok dags. Seinkun/breyting á upphafi vinnutíma kennara gæti einnig dregið úr umferðarálagi í borginni á háannatíma,“ segir í tillögu Kolbrúnar Baldursdóttur borgarfulltrúa.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert