Fékk 7,5 milljónir fyrir rannsóknina

Aldís Hilmarsdóttir.
Aldís Hilmarsdóttir. mbl.is/Árni Sæberg

Aldís Hilmarsdóttir, framkvæmdastjóri húsnæðisbótasviðs Íbúðalánasjóðs, hefur fengið 7,5 milljónir króna í verktakagreiðslur frá Samkeppniseftirlitinu á liðnum mánuðum meðfram störfum sínum fyrir sjóðinn.

Heimildir ViðskiptaMoggans herma að hlutverk Aldísar hjá Samkeppniseftirlitinu hafi meðal annars verið að rannsaka Gylfa Sigfússon, fyrrverandi forstjóra Eimskips.

Íbúðalánasjóður segir að Aldís hafi haft leyfi til að ljúka stóru verkefni þegar hún var ráðin, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í ViðskiptaMogganum í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert