Hver greiðir framúrkeyrslu?

Eyþór Arnalds.
Eyþór Arnalds. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Borgarstjórn Reykjavíkur hefur samþykkt fyrir sitt leyti samkomulag ríkisins og sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu um skipulag og fjármögnun á samgönguinnviðum, meðal annars borgarlínu, til fimmtán ára.

Á borgarstjórnarfundi í gær greiddu allir borgarfulltrúar minnihlutaflokkanna atkvæði gegn staðfestingu samkomulagsins og fulltrúar meirihlutaflokksins Pírata samþykktu það með fyrirvara um útfærslu veggjalda.

„Því betur sem málið er skoðað koma fram fleiri spurningar sem er ósvarað. Borgarstjóri gat ekki svarað ýmsum þeirra,“ sagði Eyþór Laxdal Arnalds, oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn, eftir fundinn. Hann rökstyður andstöðu sjálfstæðismanna þannig: „Það er algerlega óútfært hvernig á að innheimta 60 milljarða í vegtollum. Það er algerlega óljóst hver á að greiða umframkostnaðinn ef og þegar framkvæmdir fara fram úr áætlun sem þær gera yfirleitt. Ríkið skuldbindur sig ekki til að taka á sig frekari kostnað. Fyrst það er ekki gert í þessu skjali á ég ekki von á að Alþingi bæti þeirri skuldbindingu við. Það er reynslan að þegar ríkið og sveitarfélög hafa unnið saman að verkefnum, eins og til dæmis byggingu menningarhúsa, þá hefur framúrkeyrslan yfirleitt lent á sveitarfélögunum. Borgarstjóri kallaði þetta tæknilegt smáatriði. Við köllum þetta 10 milljarða.“

Sammála um framkvæmdir

Eyþór tekur fram að sjálfstæðismenn séu sammála um að bæta þurfi í samgöngumálin enda hafi vegafé skilað sér í litlum mæli til Reykjavíkur síðasta áratuginn en ósammála því að það sé gert með loftköstulum. helgi@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert