Skoða nýja möguleika í Hlíðarfjalli

Akureyrarbær stendur undir rekstri skíðasvæðisins í Hlíðarfjalli.
Akureyrarbær stendur undir rekstri skíðasvæðisins í Hlíðarfjalli. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Mikilvægt er að stjórnendur Akureyrarbæjar velti því fyrir sér hver framtíðarsýn bæjarins er varðandi rekstur skíðasvæðisins í Hlíðarfjalli og hvað bærinn er tilbúinn að leggja fram sem árlegt rekstrarfé og fjármuni til mögulegrar frekari uppbyggingar, segir í minnisblaði sem lagt var fyrir bæjarráð Akureyrarbæjar á síðasta fundi.

Yfirskrift minnisblaðsins er „Hlíðarfjall – dagsskíðasvæði eða heilsárs útivistar- og afþreyingarsvæði.“ Guðmundur Baldvin Guðmundsson, formaður bæjarráðs Akureyrarbæjar, sagði að bæjarstjóra og sviðsstjóra hefði verið falið að vinna málið áfram, en það væri á byrjunarstigi.

Í minnisblaðinu kemur m.a. fram að það sem af er þessu ári sé rekstrartap upp á tæplega 117 milljónir króna sem er aðeins minna en tapið í fyrra. Tekjur hafa aukist undanfarin ár og voru rúmlega 213 milljónir í fyrra og eru orðnar rúmlega 172 milljónir það sem af er þessu ári. Laun vega þyngst í rekstri skíðasvæðisins og voru þau 76% af tekjum í fyrra. Launakostnaður hefur aukist mikið á undanförnum árum og eins fjöldi yfirvinnustunda.

Eins kemur fram í minnisblaðinu að skíðaleiga skili sama og engri framlegð til sameiginlegs rekstrar. Þá hafa tekjur af skíðakennslu ekki aukist undanfarin ár en launakostnaður hækkað mikið, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert