Sveitarstjórn staðfestir nýja veglínu um Teigsskóg

Línur eru lítið farnar að skýrast með tengingu Vestfjarða við …
Línur eru lítið farnar að skýrast með tengingu Vestfjarða við þjóðvegakerfið í gegn um Gufudalssveit. mbl.is/Helgi Bjarnason

Sveitarstjórn Reykhólahrepps samþykkti á fundi í gær að halda sig við fyrri ákvörðun um að nýr vegur um Gufudalssveit skuli liggja eftir svokallaðri Þ-H-leið sem Vegagerðin lagði til.

Þar með fer vegurinn um hinn umdeilda Teigsskóg, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Vegurinn um Gufudalssveit er versti kaflinn á leiðinni frá Vesturbyggð til Reykjavíkur. Samkvæmt aðalskipulagi á nýr vegur að liggja með sjónum, þvera tvo firði og fara í gegnum Teigsskóg. Landeigendur í Teigsskógi eru andsnúnir þeirri leið og hefur málið verið í ágreiningi í mörg ár, nú síðustu árin einnig innan sveitarstjórnar því hluti hennar hefur viljað fara utarlega yfir Þorskafjörð og um Reykhólaþorp.

Vegna breyttrar legu vegarins í Teigsskógi þurfti nýtt skipulagsferli og ákvað sveitarstjórn í gær endanlega að ganga frá skipulaginu með nýju línunni og senda til Skipulagsstofnunar til staðfestingar. Tillagan var samþykkt með þremur atkvæðum gegn tveimur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert