Ugla Stefanía á lista BBC

Ugla Stefanía segir það mikinn heiður að vera á lista …
Ugla Stefanía segir það mikinn heiður að vera á lista BBC yfir hundrað áhrifamiklar konur. Ljósmynd/Oddvar Hjartarson

Baráttukonan Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir, formaður Trans Ísland, er á meðal hundrað áhrifamestu kvenna ársins samkvæmt lista breska ríkisútvarpsins. Listinn var birtur á vef BBC í morgun.

Listinn hefur verið birtur árlega frá 2013 og ætlunin er að skora hlutverk kvenna á 21. öldinni.

„Hvernig lítur framtíðin út ef hún er eingöngu knúin af konum?“ Þessari spurningu var varpað fram í tengslum við birtingu listans.

Ýmsar baráttukonur eru á listanum og sagt er að þær geti gefið okkur innsýn í hvernig heimurinn gæti orðið árið 2030.

Í umfjöllun um Uglu kemur fram að hún er blaðamaður, rithöfundur og trans baráttukona. Hún vinnur að verkefnum tengdum lífi trans fólks, til að mynda kvikmyndinni My Genderation.

Meðal annarra kvenna sem eru á listanum í ár er aðgerðasinninn Greta Thunberg, bandaríska þingkonuna Alexandria Ocasio-Cortez, frjálsíþróttastjarnan Diana Asher-Smith og knattspyrnukonan Megan Rapinoe.

Listann allan má sjá hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert