Umhirðu við framkvæmdir ábótavant

ÚlfarsárdalurHér er dæmi um góðan frágang á byggingarstað. Gámar eru ...
ÚlfarsárdalurHér er dæmi um góðan frágang á byggingarstað. Gámar eru undir úrgang og annað sem til fellur. mbl.is/sisi

Talsvert er um það að þeir sem fá tímabundin afnot af borgarlandi vegna nýframkvæmda brjóti setta skilmála.

Þetta kom fram hjá Arnari Þór Hjaltested, starfsmanni Skrifstofu reksturs og umhirðu borgarlandsins (SRU) hjá Reykjavíkurborg, þegar hann kynnti aðgengi við framkvæmdasvæði fyrir mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráði.

Fulltrúar í ráðinu bókuðu að það yrði að teljast alvarlegt að reglur væru brotnar, lagaóvissa væri varðandi málaflokkinn þar með talið varðandi viðurlög og skortur á úrræðum til að bregðast við brotum afnotaleyfishafa og framkvæmdaaðila. Fulltrúarnir leggja áherslu á mikilvægi aðgengismála gangandi, hjólandi og fatlaðs fólks að borgarlandinu, þar með talið á framkvæmdatíma.

Kolbrún Baldursdóttir, fulltrúi Flokks fólksins, bókaði að fjölmargar ábendingar hefðu komið frá íbúum í Úlfarsárdal, en þar væri umhirðu á byggingarstöðum víða verulega ábótavant. Þegar umhirðu væri ábótavant væru meiri líkur á að slysahætta skapaðist. Á byggingarstöðum í Úlfarsárdal ægði sums staðar öllu saman, tækjum, tólum og drasli, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í  Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »