Vann Toyota Corolla í áskriftarleik Morgunblaðsins

Kristinn Bjarnason, framkvæmdastjóri sölusviðs Toyota, og Haraldur Johannessen, ritstjóri Morgunblaðsins, …
Kristinn Bjarnason, framkvæmdastjóri sölusviðs Toyota, og Haraldur Johannessen, ritstjóri Morgunblaðsins, draga út vinningshafa í áskriftarleik Morgunblaðsins. Ljósmynd/Erling Adolf Ágústsson

Það var mikið um dýrðir í höfuðstöðvum K100 í morgun.  Haraldur Johannessen ritstjóri Morgunblaðsins og Kristinn Bjarnason framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Toyota drógu út forláta Toyota Corolla bifreið í áskriftarleik Morgunblaðsins.  Það var Ágústa Elín Ingþórsdóttir sem hreppti hnossið og getur hún valið á milli þriggja mismunandi tegunda af nýjustu árgerð á farartækinu.

Toyota mest seldu bílar í heimi

Kristinn Bjarnason segir að Toyota Corolla sem kom á markaðinn árið 1966 sé mest seldi bíll í heimi en síðan þá hafa 46 milljónir bíla verið seldar.  „Við vorum að setja á markað 12. kynslóð  af Toyotu Corollu en þetta módel er með þeim glæsilegri,“  sagði Kristinn meðal annars við útdráttinn.  Nýju Corollu-bílarnir koma í þremur mismunandi útgáfum og tæknimenn Toyota hugsa sannarlega um umhverfisvernd því hægt er fá allar útgáfur Corolla-bílanna með hybrid-möguleika.

Sjá má útdráttinn sem fór fram í þættinum Ísland vaknar í spilaranum hér að neðan.
mbl.is