Ármenningar vilja í Vogabyggð

Pálmatré í glerhólkum eiga að verða einkenni Vogabyggðar.
Pálmatré í glerhólkum eiga að verða einkenni Vogabyggðar. Teikning/hönnun/Karin Sander

Glímufélagið Ármann hefur skrifað borgaryfirvöldum bréf með ósk um viðræður um íþróttastarf og skipulag íþróttamannvirkja í Vogabyggð við Elliðaárvog.

Í bréfi Jóns Þórs Ólasonar, framkvæmdastjóra Ármanns, segir að nýtt íþróttasvæði muni myndast með nýrri íbúðabyggð í Vogabyggð. Þar sé gert ráð fyrir skólum, leikskólum og íþróttamannvirkjum sem tilheyra nýrri byggð. Ármann telji að hægt verði að leysa aðstöðumál félagsins að nokkru leyti með aðgangi að íþróttamannvirkjum í Vogabyggð.

„Það liggur beinast við að Ármann sæki í Vogabyggðina því Víkingur er nýtekinn við Framsvæðinu og stækkar þar með sitt svæði mikið og eykur einnig við mannvirkin hjá sér. Þróttur er á lokametrunum að fá nýtt og stórt íþróttamannvirki í Laugardalnum og hefur ekki sýnt áhuga á að færa svæði sitt, samanber umræðuna um Framsvæðið,“ segir Jón Þór í bréfinu.

Hjá Ármanni eru aðallega stundaðar einstaklingsgreinar, segir Jón, og telur að félagið geti boðið upp á fleiri möguleika fyrir börn og unglinga í íþróttastarfi á svæðinu. Handknattleik og knattspyrnu geti iðkendur sótt í Víking eða Þrótt. Þá mætti leysa brýnt aðstöðuleysi körfuknattleiksdeildar Ármanns með því að nýta íþróttasal nýs húss í Vogabyggð fyrir körfuknattleiksæfingar, að því  er fram kemur í Mmorgunblaðinun í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert