Barði ítrekað á hús í Hafnarfirði

Lögreglan reyndi að hafa uppi á manni í nótt sem …
Lögreglan reyndi að hafa uppi á manni í nótt sem ber ítrekað á hús í Hafnarfirði og ónáðar þannig húsráðanda. mbl.is/Eggert

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékkst við ýmis verkefni í gærkvöld nótt, allt frá ölvuðum ökumönnum til einstaklings sem barði hús annars manns ítrekað að utan. 

Rétt fyrir klukkan sex í gærkvöldi var óskað eftir aðstoð lögreglu á veitingastað í miðborginni þar sem einstaklingur var til vandræða og var hann fjarlægður af staðnum. 

Á þriðja tímanum í nótt barst lögreglu tilkynning um einstakling sem var að brjóta rúður í verslun í miðbænum. Lögreglu tókst ekki að hafa upp á viðkomandi sem var farinn þegar lögregla kom á vettvang. 

Laust fyrir klukkan fjögur í nótt var óskað eftir aðstoð lögreglu í Hafnarfirði vegna einstaklings sem kemur reglulega og „berji hús“ í hverfinu, líkt og segir í dagbók lögreglu. Lögregla náði ekki að hafa uppi á viðkomandi sem var farinn þegar hún kom að húsinu. 

Þá hafði lögregla afskipti af sex ökumönnum sem óku annaðhvort án ökuréttinda eða undir áhrifum áfengis og vímuefna.

mbl.is