Gjaldtaka fyrirhuguð víða

Gjaldtaka verður í tiltekinn tíma fyrir akstur um Sundabraut, á nýrri brú yfir Ölfusfljót, um tvöföld Hvalfjarðargöng, um jarðgöng um Reynisfjall og Axarveg. Um verður að ræða svokölluð samvinnuverkefni einkaaðila og ríkis þar sem gjaldtaka verður í afmarkaðan tíma en síðan verður eignarhald innviða afhent ríkinu í lok samningstíma.

Þetta sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráðherra, á fundi ráðuneytisins sem nú stendur yfir þar sem upp­færð og end­ur­skoðuð sam­göngu­áætlun fyr­ir tíma­bilið 2020-2034 er kynnt.

„Við þurfum að hugsa út fyrir boxið hvað varðar fjármögnun,“ sagði ráðherra. „Að öðrum kosti verðum við mjög lengi að þessu; við verðum 50 ár að klára verkefni sem við ætlum að klára á næstu 15 árum. 

Áætlunin mun fljótlega birtast í samráðsgátt stjórnvalda þar sem kostur gefst á að koma með athugasemdir um hana næstu tvær vikurnar.

Sigurður Ingi Jóhannsson sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráðherra.
Sigurður Ingi Jóhannsson sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráðherra. mbl.is/Kristinn Magnússon

Á fundinum sagði ráðherra m.a. að þessi gjaldtaka helgaðist m.a. af því að á næstu 15 árum þyrfti að ráðast í kostnaðarsamar samgöngubætur sem með hefðbundinni fjármögnun opinberra aðila myndu taka 50 ár. Ekki væri hægt að bíða svo lengi. Hann sagði að samvinnuverkefni sem þessi hentuðu vel í stórum og vel skilgreindum nýframkvæmdum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert