Stækkar miðbæinn

Gula húsið við nýju smábátahöfnina verður kennileiti.
Gula húsið við nýju smábátahöfnina verður kennileiti. Teikning/Jvantspijker og samstarfsaðilar

Skipulagsyfirvöld í Hafnarfirði hafa kynnt áform um mikla endurnýjun hafnarsvæðisins. Með því stækkar miðbærinn verulega til suðurs.

Samtals er gert ráð fyrir allt að 750 íbúðum á tveimur reitum og atvinnuhúsnæði fyrir þúsund til fimmtán hundruð starfsmenn, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Gert er ráð fyrir allt að 85 þúsund fermetrum af íbúðar- og atvinnuhúsnæði en til samanburðar er grunnflötur Kringlunnar um 60 þúsund fermetrar. Munu fjárfestar áhugasamir um að hefja uppbyggingu.

Kristín María Thoroddsen, formaður hafnarstjórnar, segir að smábátahöfnin verði stækkuð. Orri Steinarsson, arkitekt hjá Jvantspijker, segir það metnað arkitektanna að tengja betur saman miðbæinn og höfnina. Nýtt Hafnartorg við Íshúsið verði þungamiðja slippsvæðisins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »