Þarf Umferðarmiðstöðin að víkja?

Umferðarmiðstöðin hefur verið helsta miðstöð rútubílastarfsemi í landinu allt frá …
Umferðarmiðstöðin hefur verið helsta miðstöð rútubílastarfsemi í landinu allt frá því hún tók til starfa árið 1965. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fær Umferðarmiðstöðin í Vatnsmýri að standa áfram eða verður hún rifin til að rýma fyrir nýjum byggingum? Þetta er ákvörðun sem þarf að taka áður en efnt verður til alþjóðlegrar samkeppni um nýtt skipulag á umferðarmiðstöðvarreit.

Eins og fram kom í Morgunblaðinu nýverið hefur borgarráð samþykkt tillögu borgarstjóra þess efnis að efnt verði til slíkrar samkeppni. Markmiðið er að þarna rísi ný alhliða samgöngumiðstöð fyrir Reykjavík, höfuðborgarsvæðið og landið allt og þétt blönduð byggð.

Umferðarmiðstöðvarreitur (U-reitur) afmarkast af Hringbraut í suðri, Gömlu-Hringbraut í norðri, Njarðargötu í vestri og Nauthólsvegi/Barónsstíg í austri. Deiliskipulagssvæðið er 68 þúsund fermetrar að stærð.

Bensínstöð N1 víki

Innan reitsins eru tvö mannvirki sem taka þarf ákvörðun um, annars vegar Umferðarmiðstöðin og hins vegar bensínstöð N1, sem stendur við Hringbraut 12. Lóðaleigusamningur um Hringbraut 12 rann út 31. desember 2016. Í samningi er gert ráð fyrir að hann megi framlengja til 1. janúar 2022. Borgin gerir ekki ráð fyrir að hann verði framlengdur umfram það, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert