Vann 124 milljónir í EuroJackpot

„Ég er nú bara alveg steinhissa,“ voru fyrstu viðbrögð ungrar konu á Vesturlandi þegar Íslensk getspá hafði samband við hana símleiðis á mánudaginn og tilkynnti henni að hún hefði unnið rúmar 124 milljónir króna í EuroJackpot-lottóinu.

Fram kemur í fréttatilkynningu að konan og eiginmaður hennar hefðu verið með miðann í áskrift undanfarið, eina röð sem kostar 300 krónur á viku. Þau hafi að vonum verið alsæl með vinninginn og það öryggi sem hann veiti þeim inn í framtíðina.

mbl.is